Dagana 5. og 6. janúar 2009 standa læknadeild, tannlæknadeild, lyfjafræðideild, hjúkrunarfræðideild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild, námsbrautir í sjúkraþjálfun, og geisla- og lífendafræði, Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Tilraunastöð Háskóla Ísland fyrir ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Þetta er í fjórtánda sinn sem ráðstefnan er haldin. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar og fulltrúar annarra deilda, námsbrauta og stofnana við Háskóla Íslands. ´
Ráðstefnan fer fram á Háskólatorgi. Hún hófst mánudaginn 5. janúar kl. 09:00 og henni lýkur þriðjudaginn 6. janúar kl. 18:00.
Ágrip af fyrirlestrum, erindum og veggspjöldum, ásamt dagskrá
Frekari upplýsingar og dagskrá
Rannsóknir er tengjast beinþynningu eða heilsu beinanna munu birtast hér á vefnum á næstunni.