Örvar Gunnarsson, læknir, sótti á dögunum námskeið um beinþynningu á vegum alþjóða beinverndarsamtakanna IOF. Hann greinir hér frá námskeiðinu.
Það var fyrir tilstuðlan Beinverndar að ég sótti um og fékk styrk til þess að sækja námskeið IOF (International Osteoporosis Foundation) um beinþynningu. Það er skemmst frá því að segja að þetta námskeið tekur til allra helstu þátta sem viðkoma beinþynningu þ.e. sjúkdómsferli, greiningu og meðferð. Þeir einstaklingar sem komu að skipulagningu og fyrirlestrum á þessu þingi eru allir mjög framarlega á þessu sviði. Þarna voru t.a.m. mörg þeirra nafna sem skrifað hafa þær greinar sem horft er til í vísindasamfélaginu hvað varðar þennan sjúkdóm og áhugavert að sjá andlitin á bak við þessi nöfn s.s. M.L. Bouxsein, P. Burckhardt, C. Cooper , P.D. Delmas, W.H. Dere, P. Szulc, J.A. Kanis, M. Lechanteur, H. Minne, S. Papapoulos, J.Y. Reginster, R. Rizzoli
Þeir sem sóttu þetta námskeið voru frá hátt í 50 löndum alls staðar að úr heiminum og voru t.d. þeir sem ég hafði mest samband við frá Íran og Suður Afríku. Það var einnig áhugavert að um helmingur þeirra sem þarna voru komu úr lyfjaiðnaðinum og voru að kynna sér nýja möguleika á sviði rannsókna og lyfjaframleiðslu. Á heildina litið var þetta mjög lærdómsríkt og vel skipulagt námskeið og skilur vonandi mikið eftir sig sem hægt er að nýta við klíníska vinnu í framtíðinni.
Efnið sem farið var yfir:
- Bone structure and function: an overview
- Pathophysiology of bone loss
- Biomechanics of osteoporotic fractures
- Definition, epidemiology and social aspects of osteoporosis
- Measurement of bone mass
- New biochemical markers of bone turnover
- New imaging techniques
- X-ray vertebral deformities
- The assessment of the risk of fracture
- Roundtable: Diagnostic tools and strategies for osteoporosis
- Nonpharmacological management of osteoporosis
- Male osteoporosis
- Corticosteroid-induced osteoporosis
- Calcium, vitamin D and derivatives in osteoporosis
- Bone forming agents
- Roundtable: What is the role of general health program (including exercise) and of intervention on peak bone mass for the prevention of osteoporosis?
- Hormone replacement therapy (HRT)
- Estrogen-like substances
- Roundtable: Hormonal intervention in osteoporosis
- Bisphosphonates: preclinical aspects and safety
- Bisphosphonates: clinical efficacy
- Other antiresorptive drugs
- Roundtable: Nonhormonal intervention in osteoporosis
- Mechanism underlying the antifracture efficacy of antiresorptive drugs
- Tumoral bone disease and hypercalcemia of malignancy
- Clinical guidelines for the diagnosis and treatment of osteoporosis
- How to design clinical trials in osteoporosis in 2006
- Pharmacoeconomic studies in osteoporosis
- Registration of new drugs for osteoporosis: FDA & CPMP guidelines
- Development of a new drug in osteoporosis: From bench to marketing