Alþjóða beinverndarsamtökin IOF bjóða sérfræðingum um beinþynningu og heilbrigðisstarfsfólki alls staðar að úr heiminum að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um beinþynningu 2008 IOF World Congress on Osteoporosis sem haldin verður í Bangkok á Tælandi 3. – 7. desember n.k.
Ráðstefnan verður haldin á Queen Sirikit National Convention Center í miðri Bangkok. Borgin er þekkt fyrir sína löngu sögu, fallegu hallir, musteri og söfn.
Á ráðstefnunni verður boðið upp á ítarlega samantekt um allt það nýjasta sem fram hefur komið í rannsóknum á beinþynningu og þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi greiningu og meðferð. Á vefsíðu ráðstefnunnar 2008 IOF World Congress on Osteoporosis er unnt að finna ýtarlegri upplýsingar um ráðstefnuna, s.s. dagskrá, skráningu og gistingu.