Nemendur í 6. bekk Breiðagerðisskóla voru á dögunum að læra um mannslíkamann. Þeim var skipt í hópa og einn hópurinn, beinagrindahópurinn fékk það verkefni að afla sér upplýsinga um beinin.
Þau höfðu samband við Beinvernd til að fá ýmsar upplýsingar er varða beinin og beinheilsuna. Þau kynntu verkefnið síðan fyrir skólafélögum sínum.