Nú nýverið fékk Beinvernd styrk frá Actavis til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi Beinverndarfélaga. Þessi styrkur gerði félaginu kleift að senda tvo þátttakendur á alþjóðlega ráðstefnu beinverndarfélaga innan IOF sem haldin var í borginni Valencia á Spáni. Það er mikilvægt fyrir starfsemi Beinverndar að taka þátt í slíkum ráðsefnum og fundum þar sem starfsmenn beinverndarfélaga um allan heim skiptast á skoðunum og reynslu í sameiginlegu átaki gegn hinum þögla sjúkdómi sem beinþynning er.