• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 09/05/2025

Að brjótast út úr skriðu beinbrota með áhrifamiklum og samhæfðum aðgerðum

by tfadmin / Mánudagur, 24 janúar 2011 / Published in Fréttir

Fyrri beinbrot tvöfalda líkur sjúklinga á að brotna aftur. Fjöldi rannsókna um allan heim sýna að heilbrigðiskerfum mistekst að bregðast við fyrsta broti og koma þannig í veg fyrir endurtekin beinbrot. Prófessor Cyrus Cooper, formaður vísindanefndar alþjóða beinverndarsamtakanna IOF og framkvæmdastjóri MRC Lifecourse Epidemiology Unit, University of Southampton í Bretlandi segir: “Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu sýna að ríflega 45% sjúklinga sem hafa mjaðmarbrotnað eru með sögu um beinbrot. Heilbrigðiskerfin eru ekki að bregðast rétt við fyrsta broti. Það er sorglegt að missa af tækifæri til að hindra brot. Um allan heim heldur fólk áfram að upplifa mjaðmarbrot sem hvorutveggja skerðir lífsgæði og eru lífshættuleg auk þess að vera kostnaðarsöm bæði fyrir einstaklingana sem fyrir brotunum verða og fyrir heilbrigðiskerfin.”

Alþjóða beinverndarsamtökin IOF birta í dag, 31. maí, nýja grein þar sem niðurstöður rannsókna benda til þess að samhæft meðferðar- og umönnunarkerfi (coordinated based system) eru hagkvæmust, bæði hvað varðar meðferð og efnahagslega, til að ná fram bestum árangri í meðferð/umönnun sjúklinga sem hafa brotnað af völdum beinþynningar. Slík samhæfð kerfi hjálpa til við að bæta greiningu og meðferð beinþynningar hjá sjúklingum sem eru í mikilli áhættu að fá endurtekin beinbrot. Í greininni er áhersla lögð á að það sé þörf fyrir samhæfð meðferðar- og umönnunarkerfi. Einnig kemur fram að hægt sé að miðla hagnýtri reynslu milli heilbrigðiskerfa. Nákvæmar lýsingar er að finna í greininni, skef fyrir skref, á leiðum til að ná sameiginlegum skilningi meðal sérfræðinga, sjúklinga og stefnumótenda í heilbrigðisþjónustu.

Prófessor Kristina Åkesson, Department of Orthopedics, Skåne University Hospital Malmö, Lund University í Svíþjóð, formaður vinnuhóps IOF um beinbrot sagði: “samhæfingarstjórinn (coordinator), oft hjúkrunarfræðingur, starfar sem tengliðiur milli sérfræðingsins, sjúklingsins og heimilislæknisins (heilsugæslunnar) til að tryggja að sjúklingurinn fá samhæfða og sérhæfða meðferð og eftirfylgd. Án slíks kerfisbundinnar aðferðar vantar skýr mörk um hver ber ábyrgð á viðkomandi sjúklingi og það eykur líkurnar á að sjúklingurinn “týnist” í kerfinu.”

Hagkvæmni þessa módels hefur verið staðfest í nokkrum rannsóknum. Kanadísk rannsókn sýndi að þessi samhæfða umönnun kostar um 12 $ á hvern sjúkling, á hverja 100 sjúklinga, og með þessari aðferð er hægt að koma í veg fyrir þrjú brot (þar með talið eitt mjaðmarbrot). Nýleg heilsuhagfræðileg greining frá Bretlandi staðfesti að sparnaður með innleiðingu þessarar aðferðar á landsvísu eins og sú sem var innleidd í Glasgow í Skotlandi myndi líklega spara heilbrigðiskerfinu um 8,5 milljónir £ á fimm ára tímabili. Bandarískar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að öflug beinvernd í samhæfðu heilbrigðiskerfi getur minnkað áhættu beinbrota og sparað peninga.

“Þessi grein gefur skýrar línur um bestu meðferð í alþjóðlegu samhengi og leggur til þau skref sem hægt er að taka við innleiðingu þess. Við vonum einnig að þetta módel muni þjóna sem viðmið til að sannfæra hagsmunaðila þ.e. stefnumótendur í heilbrigðisþjónustu, fagfélög og sjúklingafélög um bráða nauðsyn þess að bæta forvarnir hjá þeim sem þegar hafa brotnað“ segir einn af höfundum greinarinnar prófessor David Marsh, Institute of Orthopaedics and Musculoskeletal Science, University College London. Hann bætir við: “ Ef við bregðumst ekki við mun heilbrigðiskerfið verða yfirbugað af skriðu beinbrota kynslóðar sem er að eldast.“

Greinin birtist í tímaritinu Osteoporosis International og er gjaldfrír aðgangur til þriggja mánaða að finna á slóðinni hér fyrir neðan. http://www.springerlink.com/content/e81n020693737705/

Coordinator-based systems for secondary prevention in fragility fracture patients.
D. Marsh, K. Åkesson, D. E. Beaton, E. R. Bogoch, S. Boonen, M.-L. Brandi, A. R. McLellan, P. J. Mitchell, J. E. M. Sale, D. A. Wahl and the IOF CSA Fracture Working Group (2011) Osteoporos Int DOI: 10.1007/s00198-011-1642-x

Ítarefni: Editorial – Breaking the fragility fracture cycle. C. Cooper, P. Mitchell, J. A. Kanis (2011) Osteoporos Int DOI 10.1007/s00198-011-1643-9
Skoðið greinina á slóðinni http://www.springerlink.com/content/n565w0585521k100/

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur