Áhugahópur um beinþynningu var stofnaður innan Evrópusambandsins árið 2001. Þetta er óformlegur þverpólitískur hópur þingmanna sambandsins sem hefur helgað sig þessu málefni.
Meginmarkið hópsins er að bæta á landsvísu og innan Evrópusambandsins stefnumótun til að koma í veg fyrir brot af völdum beinþynningar. Í áhugahópnum eru nú fulltrúar frá öllum 27 aðildarlöndum Evrópusambandsins.
Fram kemur í yfirlýsingu frá hópnum að til þess að koma í veg fyrir ótímabærar þjáningar og kostnað vegna brota af völdum beinþynningar þá þurfa heilbrigðisyfirvöld landa Evrópusambandsins að grípa til sértækra aðgerða. Meðal þess sem hópurinn leggur til er:
• Bætt aðgengi að beinþéttnimælingum og að mælingarnar séu fríar hjá þeim sem eru í áhættu á að brotna áður en kemur að fyrsta broti.
• Að greitt sé fyrir meðferð fyrir fyrsta brot.
• Að beinverndarfélög innan alþjóðabeinverndarsamtakanna IOF fái fjárhagslegan stuðning við fræðslu- og vitundarátök um beinþynningu meðal almennings í samvinnu við sérfræðinga.