Líkamsþjálfun er betri en almenn ummönnun hjá eldri konum til að auka beinþéttni þeirra og minnka líkur á byltum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í janúarhefti (25. Árg.) tímaritsins Archives og Internal Medicine.
Líkamsþjálfun minnkar áhættuna á mörgum sjúkdómum og er því mikilvæg bæði sem forvörn og sem meðferð við þeim sérstaklega hjá eldra fólki og dregur þar með úr kostnaði vegna þeirra. Þetta segir Wolfgang Kemmler, PhD, frá Freidrich-Alexander University of Erlangen-Nuremberg in Erlangen, í Þýskalandi og rannsóknarfélagar hans. Í rannsókn þeirra félaga (the Randomized Controlled Senior Fitness and Prevention Study) reyndu þeir að meta, hvort ákveðin, sérhæfð líkamsþjálfun minnkaði áhættu á beinbrotum af völdum lágrar beinþéttni. Þá reyndu þeir og að greina helstu áhættuþætti á bak við hjarta- og æðasjúkdóma hjá eldri konum og kostnað samfélagsins vegna þessara sjúkdóma.
Rannsóknin stóð yfir frá 1. maí 2005 til 31. júlí 2008 og tóku þátt í henni 246 konur, 65 ára og eldri, sem bjuggu einar. Konunum var skipt í tvo hópa af handahófi og fékk annar 18 mánaða sérhæfða líkamsþjálfun (æfingahópur) á meðan hinn fékk almennari umönnun (viðmiðunarhópur). Líkamsþjálfunin hjá æfingahópnum var fjölþætt en megináhersla var lögð á kappsemi og álag. Í viðmiðunarhópnum var boðið upp á hreyfingu, þar sem minna var lagt upp úr þessum þáttum. Sérstaklega var fylgst með beinþéttni þátttakenda og hvort markviss þjálfun drægi úr byltum. Þá var reynt að meta helstu áhættuþætti á bak við hjarta- og æðasjúkdóma, svokölluð Framingam-10 ára áhætta, og beinan kostnað heilbrigðiskerfisins af þessum sjúkdómum.
Rannsóknin leiddi í ljós, að beinþéttni í lendarliðum og lærleggshálsi hjá 227 konum úr líkamsþjálfunarhópnum jókst og var marktækt meiri en hjá hinum auk þess sem þær hlutu færri byltur. Jákvæð, marktæk áhrif urðu á báðum hópunum, þegar reynt var að meta áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Líkamsþjálfun sem byggir á því að þjálfa ekki oft en hafa álag mikið bætir sem sé líkamsástand almennt, viðheldur beinheilsu og dregur úr byltum. Slíka þjálfun ætti að vera auðvelt að kom á og aðlaga að stofnunum þar sem boðið er upp á heilsutengda þjónustu.