D-vítamín er mikilvægt fyrir starfsemi vöðva og beina, til að viðhalda styrk beinanna og til að draga úr áhættunni á byltum og brotum.
Markmið þessarar stefnuyfirlýsingar, sem gefin var út í tímaritinu Osteoporosis International (OI DOI 10 1007/s00198-010-1285-3), er að nýta allar þær upplýsingar sem til eru í gagnreyndum rannsóknum um áhrif D-vítamíns á bein og vöðva.
Besti klíníski mælikvarði á gildi (status) D-vítamíns er styrkur D-vítamíns í blóði (serum 25OHD), D-vítamín inntaka og áhrif sólarljóss. Styrkur D-vítamíns í blóði (serum 25OHD) lækkar með aldrinum en ekki svörun við D3- vítamíni.
Með því að koma í veg fyrir D-vítamínskort er hægt að draga úr fjölda byltna og brota. D-vítamín skortur tengist minnkandi vöðvastyrk hjá eldri konum og körlum og inntaka D-vítamíns bætir styrk í neðri hluta líkamans og dregur þannig úr byltum.
Helstu ráðleggingar:
- Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir eldra fólk verður að ná því að D-vítamínstyrkur í blóði (serum 250HD) verði 75 nmol/l (30ng/ml) og er áætlað að 20 to 25 µg/á dag (800 to 1000 IU/dag) sé hæfilegur skammtur.
- Það gæti þurft að auka inntökuna í 50 µg(2000 IU) á dag hjá einstaklingum sem eru of feitir, hafa takamarkaðan aðgang að sólarljósi (inni liggjandi) eða hafa minnkaða upptökugetu.
- Fyrir einstaklinga sem eru í mjög mikilli áhættu er ráðlagt að mæla styrk D-vítamíns í blóði (serum 25OHD) og meðhöndla með öðrum hætti.
Höfundur þessarar stefnuyfirlýsingar er prófessor Bess Dawson-Hughes (Tufts University) og hún segir ” D-vítamín gildin um allarn heim sýna að D-vítamín skortur er útbreytt vandamál. Þessi háa tíðni of lágs styrks D-vítamíns í blóði auka líkurnar á því að fremur auðvelt geti verið að koma í veg fyrir margar byltur og mörg brot með því að gefa fólki D-vítamín. Þetta er tiltölulega auðvelt lýðheilsu inngrip sem gæti dregið marktækt úr tíðni beinþynningarbrota.”