Alþjóðabeinverndarsamtökin IOF hlutu CIPR Excellence Award fyrir Bone Appétit – beinlínis hollt herferðina sem hrundið var af stað vegna alþjóðlega beinverndardagsins 2006. Öllum aðildarfélögum IOF er þakkað fyrir sitt framlag.
Beinvernd lagði sitt af mörkum til herferðarinnar, kom m.a. á samvinnu IOF og Latabæjar og íþróttaálfurinn Sportacus kom fram í sjónvarpsauglýsingum í mörgum aðildarfélögum á beinverndadaginn 20. október sl.
Hér á landi fengu grunnskólabörn í Reykjavík heimsókn frá Beinvernd og meistarkokkum sem fræddu þau um beinlínis hollan mat. Um 30 veitingastaðir víðs vegar á landinu buðu upp á beinlínis hollan matseðil og það gerðu einnig um 30 mötuneyti fyrirtækja. Auk þess gaf Beinvernd út fræðslubæklingin Beinlínis hollt eða Bone Appétit en sá bæklingur kom út í mörgum aðildarfélögum IOF á sama tíma.