Næsta alþjóðlega ráðstefna beinverndarfélaga innan IOF, alþjóða beinverndarsamtakanna, verður haldin í Beijing í Kína dagana 22.-25. september n.k.
Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar og svokallaðar smiðjur (workshops) þar sem fulltrúar frá 91 beinverndarfélag úr öllum heimsálfum vinna saman að stefnumótun í beinverndarmálum. Á ráðstefnu sem þessari gefst vettvangur samstarfs og skoðanaskipta um allt það er lýtur beinvernd.