Alþjóðleg ráðstefna beinverndarfélaga innan IOF (International Osteoporosis Foundation) verður haldin í Aþenu í Grikklandi 11.-13. september n.k.
Þessi ráðstefna er haldin annað hvert á og er mikilvægur vettvangur til að móta og þróa alþjóðlega hreyfingu í þágu fólks með beinþynningu í þeim tilgangi að efla fræðslu og þjónustu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir aðildarfélög IOF um allan heim að læra að skipuleggja starfsemi sína, mynda tengslanet og heyra og sjá hvað aðrir eru að gera og deila góðum hugmyndum. Það sem þátttakendur læra á ráðstefnum sem þessum hjálpar þeim að bæta og efla starfsemi beinverndarfélaganna og vitundarvakningu almennings um beiþynningu. Auk þess er farið yfir leiðir sem gagnast í baráttunni um bestu greiningu, meðferð á beinþynningu og umönnun fólks sem hefur brotnað vegna hennar.
Á ráðstefnunni eru vinnusmiðjur sem allir verða að taka þátt í auk fyrirlestra og umræðufunda. Beinvernd sendir tvo fulltrúa á ráðstefnuna.