Alþjóða beinverndarsamtökin IOF halda alþjóðlega ráðstefnu beinverndarfélaga á tveggja ára fresti. Ráðstefna sem þessi er mikilvægur vettvangur fyrir alþjóðlega umræðu um beinþynningu og skyldum málefnum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir beinverndarfélög um allan heim að skipulega aðgerðir, tengslanet, skiptast á hugmyndum og heyra hvað er að gerast í öðrum löndum.
Reynslan og lærdómurinn sem þátttakendur taka með sér heim er mikil lyftistöng fyrir beinverndarfélögin og eflir starfssemi þeirra. Á ráðstefnunni eru mörg góð erindi auk vinnuhópa þar sem farið er í leiðir til að auka vitund um beinþynningu og ráð til að ýta við stjórnendum heilbrigðisþjónustunnar um mikilvægi greiningar og meðhöndlunar á þessum þögla sjúkdómi auk mikilvægi forvarna.
Ráðstefnan er skipulögð af alþjóðabeinverndarsamtökunum IOF í samavinnu við Finnska beinverndarfélagið .
Þann 3. maí verður haldinn árlegur fundur norræna beinverndarfélaga þar sem rædd eru málefni sem tengjast þeim sérstaklega.