Ráðstefna beinverndarfélaga innan alþjóðlegu beinverndarsamtakanna IOF í Valencia á Spáni tókst vel. Dr. Björn Guðbjörnsson, formaður Beinverndar og Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar voru fulltrúar Íslands á ráðstefnunni og stýrðu einni af fimm smiðjum (workshops) sem þátttakendur ráðstefnunnar tóku þátt í. Smiðjan sem þau stýrðu var um hreyfingu og þjálfun til að koma í veg fyrir byltur og brot. Dr. Björn Guðbjörnsson leiddi þátttakendur í gegnum mikilvægi þess að hafa klínískar leiðbeiningar til fara eftir varðandi líkamsþjálfun og beinþynningu og kynnti efni því tengdu frá Bandaríkjunum og Svíþjóð auk efnis frá Íslandi. Halldóra Björnsdóttir kynnti íslenskt efni um jafnvægisþjálfun sem sjúkraþjálfararnir Ella Kolbrún Kristinsdóttir P.hD. og Bergþóra Baldursdóttir MS hafa samið og heitir Í JAFNVÆGI (BALANCED). Þátttakendur voru afar ánægðir með smiðjuna þar sem alvöru og gamni var fléttað saman.