Alþjóðleg ráðstefna beinverndarfélaga innan IOF alþjóða beinverndarsamtakanna verður haldin í borginni Valencia á Spáni daga 18. – 20. mars n.k. Slíkar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár. Tveir fulltrúar frá Íslandi sækja ráðstefnuna og hafa þeir fengið það hlutverk að hafa umsjón með einni af fimm smiðjum (workshop) á ráðstefnunni. Meginmarkið með þessum ráðstefnum er að gefa fulltrúum beinverndarfélaga um allan heim tækifæri á að hittast og ræða saman og skiptast á upplýsingum.