Alþjóðleg ráðstefna um beinþynningu og skylda sjúkdóma er nú haldin í borginni Mílanó á Ítalíu og stendur til 29. mars. Á þessari ráðstefnu eru samankomnir helstu sérfræðingar í heiminum á þessu sviði og kynna nýjustu rannsóknir sínar.
Beinvernd sendi tvo fulltrúa sína á ráðstefnuna og á ársfundi alþjóða beinverndarsamtakanna IOF sem haldnir eru samhliða ráðstefnunni auk þess sem þeir taka þátt í námskeiði á vegum samtakanna um innleiðingu á þverfaglegu módeli eða aðferð til koma í veg fyrir endurtekin beinbrot. IOF telur að þetta átak sé eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að bæta eftirfylgd með sjúklingum sem hafa beinbrotnað og til að draga úr sívaxandi kostnaði heilbrigðiskerfisins um allan heim vegna beinþynningar og beinbrota.