Í dag laugardaginn 20. október er hinn alþjóðlegi beinverndardagur. Beinvernd heldur upp á daginn ásamt 202 beinverndarfélögum í 94 löndum. Markmiðið með deginum er að vekja athygli almennings, stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því, hve beinþynning er alvarlegur heilsufarsvandi.
Landssamtökin Beinvernd eiga auk þess 15 ára afmæli í ár og af því tilefni býður Beinvernd upp á kalda mjólk og súkkulaðiköku í Smáralindinni í Kópavogi á milli kl. 14:00 og 16:00 í dag.