Hinn alþjóðlegi beinverndardagur er laugardaginn 20. október. Beinvernd heldur upp á daginn ásamt 202 beinverndarfélögum í 94 löndum. Markmiðið með deginum er að vekja athygli almennings, stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því, hve beinþynning er alvarlegur heilsufarsvandi.
Beinvernd sendir öllum unglingum sem fæddir eru árið 1998 og foreldrum þeirra fréttabréf sem bæði er skemmtilegt og áhugavert að lesa og einnig verður skemmtilegur getraunaleikur hér á vefnum.
Á laugardaginn mun Beinvernd halda upp á 15 ára afmæli sitt í Smáralindinni á milli kl. 14:00 og 16:00 og bjóða upp á kalda mjólk og súkkulaðiköku.