Hinn alþjóðlegi beinvendardagur er fimmtudaginn 20. október n.k. Í tilefni dagsins kemur út nýr fræðslubæklingur og á laugardaginn 22. október kl. 2:06 e.h. verður efnt til útvistar og göngu í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands og kvenfélögin í landinu. Tímasetningin á göngunni vísar til þess að í fullorðnum mannslíkama eru 206 bein.
Markmiðið með göngunni er að vekja athygli á beinþynningu sem alvarlegu heilsufarsvandamáli og sýna þeim sem eru með beinþynningu samstöðu með því að taka þátt Yfirskrift göngunnar er:
Vertu með, tökum höndum saman og göngum fyrir beinin!
Gangan er fyrir alla, konur, karla og börn og hefst hún sem fyrr segir kl. 2:06 e.h. sem á að minna okkur á að í mannslíkamanum eru 206 bein. Í lok göngunnar mynda þátttakendur einingarkeðju til að sýna táknrænt stuðning sinn og krækja saman höndum. Fólk er hvatt til að taka myndir og senda til Beinverndar á netfangið [email protected] eða með því að nota snjallsíma að senda myndirnar á sérstaka alþjóðlega vefsíðuwww.worldosteoporosisday.org með því að nota kóðan hér fyrir neðan.