Árið 2010 er tileinkað samfallsbrotum í hrygg en það eru algengustu brotin sem fólk hlýtur af völdum beinþynningar og hafa mikil áhrif á líf og lífsgæði þeirra er fyrir þeim verða enda fylgja þeim yfirleitt slæmir verkir, kryppa, hæðarlækkun, líkamaleg hömlun og þunglyndi.
Þessi brot eru því miður vangreind og þar af leiðandi vanmeðhöndluð og því hafa aðildarfélögin innan iof tekið höndum samamn um að vegkja athygli á þessum vanda. Eitta af því sem félögin hafa gert er að beygja þekktar byggingar og líkja þannig eftir afleiðingum samfallsbrota í hrygg undir kjörorðinu “Bognum ekki vegna beinþynningar!”
Fréttabréf Beinverndar kemur út í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi líkt og undanfarin ár. Hægt er að lesa fréttabréfið hér.