Undirbúningur hins alþjóðlega beinverndardags er hafinn hjá aðildarfélögum innan alþjóða beinverndarsamtakanna IOF. Að þessu sinni verður lögð áhersla á æfingu og næringu (execise and nutrition).
Hvert og eitt aðildarfélag mun skipuleggja daginn á sinn hátt en þó með sameiginlegum áherslum. Mikil áhersla verður lögð á fræðslu fyrir almenning og samstöðu í baráttunni við hin þögla sjúkdóm, beinþynningu.