Beinvernd stendur fyrir ráðstefnunni „Betra er heilt en vel gróið“ í dag, föstudaginn 20. október,
í tilefni alþjóðlegs beinverndardagsins. Ráðstefnan fer fram í Blásölum á 7. hæð Landspítalans
í Fossvogi.
Meðal efnis á dagskrá ráðstefnunnar er ný rannsókn Bergþóru Baldursdóttur, sjúkraþjálfara,
um þætti sem einkenna þá sem detta og brotna. Birkir Friðfinnsson, sjúkraþjálfari og
brotatengill (vantar titil) greinir frá verkefninu Grípum brotin sem er nýtt verklag og eftirfylgd
sem dregur úr líkum á endurteknum brotum. Sigurbergur Kárason, læknir, fjallar um afdrif
þeirra sjúklinga sem mjaðmabrotna og þær Guðrún Jóna Bragadóttir, næringarráðgjafi, og
Hildur Thors ræða um beinþéttni og þyngdartap. Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ávarpar
ráðstefnugesti, og formaður Beinverndar, Anna Björg Jónsdóttir, læknir, flytur lokaorð. Áður
en ráðstefnan hefst verður boðið upp á hádegishressingu í skálanum á 5. hæð Landspítalans í
Fossvogi, og þar verður einnig sýning á tækjum og tólum sem notuð eru í
bæklunarskurðlækningum. Þá verður litli beinþéttnimælir Beinverndar á staðnum, og fólk
getur látið kanna beinabúskap sinn og fengið góð ráð.
Beinvernd á tuttugu ára afmæli og er 20. október hápunktur afmælisársins, sem einkennst
hefur af öflugri starfsemi. Málefni félagsins er nú sem fyrr mikilvægt því beinþynning er
algengur sjúkdómur sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum.