Alþjóðlegi beinverndardagurinn er haldinn ár hvert þann 20. október. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er GÆTTU BEINA ÞINNA. Í tilefni dagsins verður Beinvernd með viðburð í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands að Hallaveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík og hefst hann kl.14:00.
Skipulag dagsins er opið hús þar sem boðið er upp á fræðslufyrirlestur, beinþéttnimælingar (ómskoðun á hælbeini) og kalkríkar veitingar. Fræðslufyrirlesturinn hefst kl. 14:00 og verður endurtekinn kl. 15:00 og 16:00. Beinþéttnimælingarnar verða á milli 14:30 og 17:00.
Komdu og vertu með!