Hinn alþjóðlegi beinverndardagur er ávallt haldinn hátíðlegur þann 20. október. Í ár er yfirskrift dagsins “Stand tall – speak out for your bones”. Enn á eftir að finna gott slagorð á íslensku og lýsum við eftir því.
Beinverndardagurinn er góður vettvangur til að vekja athygli á beinþynningu og koma fræðslu og upplýsingum til almennings og stjórnvalda um sjúkdóminn og helstu forvarnir gegn honum. Fjöldi beinverndarfélaga og þjóða sem taka þátt í þessu alþjóðlega verkefni fer sívaxandi en í dag eru aðildarfélög IOF alþjóða beinverndarsamtakanna 180 í yfir 80 löndum.