Þann 12. maí sl. á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga var útgáfudagur fjórða fréttabréfs Beinverndar. Af því tilefni fengu hjúkrunarfræðingar á slysa og bráðasviði LSH fyrsta eintakið afhent. Þar á bæ mun í júní hefjast fræðsla um byltu og beinvernd. Margt fróðlegt er í blaðinu s.s. um verkefni grunnskólanema, næringu eldra fólks og um vetrarstarf Beinverndar. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að hafa samband við Beinvernd.