Augnlæknar héldu ársfund sinn föstudaginn 24. apríl sl. Á fundinum voru kynntar helstu rannsóknir á svið augnlækninga og athygliverð sjúkratilfelli rædd. Gestur fundarins var Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent og formaður Beinverndar og ræddi hann um stera og bein, en allmargir bólgusjúkdómar kalla á sterameðferð. Einnig vakti Björn fundarmenn til vitundar um beinþynningu og helstu forvarnir og meðferð gegn henni.