Sérfræðingum í þvagfæraskurðlæknum var boðið til fræðslufundar um beinheilsu karla þann 17. janúar sl. Aðalsteinn Guðmundsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum, flutti erindið Beinheilsa og meðferð blöðruhálskrabbameins. Á eftir erindinu voru umræður og fundarstjóri var Dr. Björn Guðbjörnsson, sérfræðingur í gigtlækningum og formaður Beinverndar. Beinvernd hefur á undanförnum misserum boðið sérfræðingum til fræðslufunda og hafa viðtökur þeirra verið góðar.