Hér á Beinverndarvefnum er að finna beinlínis hollar, kalkríkar og D-vítamínríkar uppskriftir . Saman stuðla þessi næringarefni , kalk og D-vítamín, að því að viðhalda sterkum beinum og eru nauðsynlegur hluti allrar beinverndar.
Víða um heim fær fólk nóg af D-vítamíni með því að vera úti í sólinni en hér á landi dugir það ekki til. Á Íslandi þarf fólk að gæt þess að fá D-vítamín með því að taka lýsi og borða feitan fisk t.d. lax. Einnig er mikilvægt að fá nóg af kalki með því að borða kalkríkar fæðutegundir og má þar nefna mjólkurafurðir, dökkt grænt grænmeti, hnetur, möndlur, baunir og fræ.
Beinvernd vona að þær uppskriftir sem hér er að finna koma sem flestum að gagni og veki áhuga fólks á beinlínis hollum mat.