Í okkar samfélagi, líkt og víða annars staðar í heiminum, hefur tíðni ofþyngdar og offitu aukist mikið síðustu áratugi. Samhliða þessari aukningu eykst einnig pressan á að einstaklingar létti sig til að öðlast bætta heilsu. Þyngdartap getur að sjálfsögðu haft jákvæð áhrif á hina ýmsu heilsufarsþætti – en hver eru áhrif þyngdartaps á beinheilsu?
Líkaminn aðlagar styrk beinanna að því álagi sem þau þurfa að þola og eru þyngri einstaklingar venjulega með meiri beinþéttni en léttari einstaklingar . Við það að léttast getur því verið eðlilegt að beinþéttnin minnki eitthvað. Það eru að öllum líkindum margir þættir sem hafa áhrif á það að beinþéttnin minnkar þegar einstaklingur tapar þyngd, t.d. minna álag á beinin, mögulegt tap á vöðvamassa, breytingar á hormónastarfsemi líkamans, skortur á kalki, D-vítamíni eða próteini í beinbrotum. Yngra fólk virðist hins vegar ekki vera eins viðkvæmt og það eldra þegar kemur að beintapi samhliða þyngdartapi. Þar getur spilað inn í almennt meiri hreyfing yngra fólks, meiri vöðvamassi og mismunandi hormónastarfsemi.
Það er ólíklegt að þyngdartap á einum ákveðnum tímapunkti hafi langvarandi neikvæð áhrif á beinin, þó fæðu vegna skertar heildarinntöku og mögulega skert frásog.
Þyngdartap hjá eldra fólki hefur verið tengt auknum líkum á beinþéttni minnki eitthvað, og líklegt að þyngdartapið hafi jákvæð áhrif á fjölda annarra heilsufarsþátta. En þar sem beinþéttnin virðist öllu jafna ekki aukast í sama mæli aftur ef manneskjan þyngist á ný, getur sveiflukennd líkamsþyngd vegna endurtekins þyngdartaps og þyngdaraukningar verið varhugaverð og leitt til töluverðrar beingisnunar.
Ef að einstaklingar hyggjast missa þyngd af heilsufarsástæðum eru því nokkrir hlutir sem ætti að hafa í huga til að reyna að viðhalda heilbrigði beinanna. Hreyfing er mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að þyngdartapi og þá sérstaklega þungaberandi æfingar. Tog vöðvanna á beinin er nauðsynlegt til að þau haldi styrk sínum og hefur beinþéttni t.d. sýnt hærri jákvæða fylgni við vöðvamassa en fitumassa. Því ætti að reyna að viðhalda og jafnvel auka vöðvamassa eftir fremsta megni á meðan á þyngdartapinu stendur. Einnig þarf að tryggja að einstaklingur nái að mæta næringarefnaþörfum, þá sérstaklega fyrir kalk, D-vítamín og prótein, en það getur verið erfitt fyrir þá sem eru á orkuskertu fæði taki þeir enga fæðubót. Ef um mikla orkuskerðingu er að ræða, ætti þetta ferli að vera gert í samráði við fagaðila til að reyna að tryggja sem farsælasta heildarútkomu.
Það er vandlifað í þessum heimi og að mörgu að huga þegar kemur að því að hámarka alhliða heilsu.
Höfundur: Tinna Eysteinsdóttir, PhD í næringarfræði
Tinna útskrifaðist sem doktor í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2012. Í doktorsverkefni sínu vann hún m.a. með gögn frá Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og skoðaði tengsl milli mjólkur- og lýsisneyslu á mismunandi æviskeiðum og beinheilsu á efri árum. Tinna gegnir í dag starfi forstöðumanns Siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala.