Beinþéttnimælir Beinverndar var á Ísafirði sl. sumar í samstarfi við hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Krabbameinsfélagsins Sigurvonar. Hjúkrunarfræðingarnir sem sáu um mælingarnar gáfu vinnu sína og rann því andvirði þess sem fólk borgaði fyrir mælinguna til Krabbameinsfélagsins Sigurvornar. Tæplega 200 manns létu mæla í sér beinþéttnina og söfnuðust um 260.000 krónur. Mælingarnar fóru fram á Ísafirði og á Patreksfirði. Áhugi á mælingunum var mikill og Vestfirðingum er annt um heilbrigði beina sinni. Þeir sem létu mæla í sér beinin fengu jafnframt góðar ráðleggingar og fræðslu um beinvernd.