Heilsuvernd hefur hafið samstarf við Beinvernd um beinþéttnimælingar á vinnustöðum.
Hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar hafa um árabil boðið vinnustöðum uppá
heilsufarsskoðanir á vinnustöðum þar sem áhersla er lögð á lífsstílstengda
áhættuþætti.
Vegna samstarfs við Beinvernd getur Heilsuvernd nú boðið vinnustöðum
uppá beinþéttnimælingar með ómskoðunartæki sem er færanlegtog hægt að fara með það á milli staða. Niðurstöður ómskoðunar getur gefið vísbendingu um ástand beina og hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar vísa þeim einstaklingum áfram til læknis sem skora undir viðmiðunargildum í hælmælingu.
Með góðri samvinnu við Beinvernd vonast Heilsuvernd til að ná til fleiri
einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á beinþynningu og um leið fræða fólk um
mikilvægi forvarna í þeim efnum.