Dagana 18. og 19. september var boðið upp á beinþéttnimælingar á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Hjúkrunarfræðingar Eyjanna buðu Eyjaskeggjum upp á beinþéttnimælingar og fræðslu um beinin, þ.e. hvað hægt er að gera til að stuðla að góðri heilsu beinanna. Beinverndarátakinu var vel tekið og létu tæplega 100 manns mæla í sér beinþéttnina.