Alþjóða beinverndarsamtökin IOF gáfu út skýrslu um beinþynningu í löndum Evrópusambandsins 2008. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þetta sé alheims vandamál sem heilbrigðisyfirvöld í öllum löndum þurfi að taka á.
Beinþynning er sjúkdómur sem hægt er að greina og meðhöndla og sé það gert tímanlega er hægt að draga verulega úr kostnaði vegna hans og draga úr þjáningum vegna beinbrota.
Skýrslan sem gefin var út í tilefni að alþjóðlegum beinverndardegi skýrir þetta nánar.
European Union in 2008: Ten years of progress and ongoing challenges .
Í henni koma m.a. fram tillögur um:
• Styttingu biðtíma vegna beinþéttnimælinga.
• Viðurkenndar meðferðir við beinþynningu.
Í skýrslunni kemur fram að innan Evrópusambandsins eru:
• Einungis 6 of 27 löndum sem eru með beinþynningu á forgangslista í heilbrigðisáætlun.
• Kostnaður vegna mjaðmabrota hefur tvöfaldast eða þrefaldast á síðastliðnum 10 árum.
• Yfir 40% ríkja Evrópusambandsins eru með færri beinþéttnimæla en ráðleggingar segja til um að sé nauðsynlegt.
• Einungis 9 af 27 ríkjum Evrópusambandsins niðurgreiða beinþéttnimælingar að fullu.