Læknadagar 2007 verða haldnir dagana 15. – 19. janúar. Miðvikudaginn 17. janúar verður kastljósinu beint að samfallsbrotum meðal aldraðra undir yfirskiftinni: Hvernig fyrirbyggjum við og meðhöndum byltur og samfallsbrot? Fundarstjórar Arnór Víkingsson og Björn Guðbjörnsson.
Um þriðjungur aldraðra dettur á hverju ári og þessar byltur leiða til beinbrota í um 5% tilvika. Lífsgæði og lífslíkur einstaklinga sem fá samfallsbrot í hrygg eru skert og heilbrigðiskostnaður umtalsverður fyrir samfélagið. Fjölmörg tæki og tól ásamt meðferðarúrræðum hafa verið þróuð á undanförnum árum til að fyrirbyggja og meðhöndla byltur og beinbrot. Á þessu málþingi verða eðli og orsakir byltna og samfallsbrota í hrygg meðal aldraðra skilgreind, sett saman forskrift að skilvirku og praktísku byltu- og beinbrotamati hjá öldruðum og hvernig hinn almenni læknir geti nýtt sér þá þekkingu í daglegu starfi.
Á málþinginu mun valinkunnur hópur sérfræðilækna samþætta vísindalega þekkingu og klíníska reynslu sína og kasta mikilvægum staðreyndum og spurningum sín á milli. Þátttakendur eru Arnór Víkingsson, Björn Guðbjörnsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hannes Petersen, Guðmundur Viggósson, Grétar Guðmundsson, Hjörtur Oddsson, Kristbjörn Reynisson, Gunnar Sigurðsson og Gunnar Valtýsson.
Nánar um dagskrá Læknadaga og Leiðbeiningar til að fyrirbyggja byltur á sjúkrastofnunum