Beinþynning (osteoporosis) er sjúkdómur sem orsakar að bein tapa kalki með þeim afleiðingum að beinstyrkur skerðist og hættan á beinbrotum eykst. Beinþéttni minnkar hjá öllum með aldrinum og er liður í eðlilegu öldrunarferli bæði hjá konum og körlum. Tveir þættir skipta miklu máli í beinstyrk, þ.e. hversu mikið beinmagn byggist upp í æsku og hversu hratt beintapið verður með hækkandi aldri.
Grein Kolbrúnar Albertsdóttur, MS hjúkrunarfræðings um beinþynningu og brothætta hryggi má lesa hér.