Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent og formaður Beinverndar, fræddi starfsfólk heilsugæslunnar og sjúkrahússins í Vestmanneyjum um beinþynningu og mikilvægi þess að tryggja meðferðarheldni.
Í nóvember sl. buðu hjúkrunarfræðingar í Eyjum upp á beinþéttnimælingar og voru með fræðsluátak fyrir bæjarbúa um beinþynningu og helstu forvarnir gegn henni. Hjúkrunarfræðingar í Vestmannaeyjum hafa sinnt beinverndarstarfi mjög vel undanfarin ár og er það til fyrirmyndar.