Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð formlega þann 12. maí 1997. Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, var aðal hvatamaðurinn að stofnun félagsins. Hann taldi að í ljósi nýrrar þekkingar á leiðum til þess að draga úr beinþynningu og afleiðingum hennar, beinbrotunum, með æskilegum lífsháttum væri nauðsynlegt að upplýsa fólk á markvissan hátt um mikilvægi góðrar næringar og hreyfingar. Landssamtökin Beinvernd töldu það skyldu sína að auka fræðslu á þessu sviði og reyna á þann hátt að sporna gegn þeim mikla vanda sem væri fyrirsjánalegur á næstu áratugum. Forvarnir skipta miklu máli. Til að ná árangri er mikilvægt að koma fræðslunni til fólks meðal annars með bæklingum og á fundum.
Beinvernd hefur vaxið og dafnað á þessum 20 árum. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um beinþynningu og um mikilvægi kalks, D-vítamíns og hreyfingar fyrir beinin.
Beinvernd hefur gefið út fjölda bæklinga og fréttabréfa og hægt er að nálgast slíkt efni rafrænt á vefnum www.beinvernd.net Þar er einnig að finna mikinn fróðleik um beinþynningu, greiningu og meðferð, áhættureikninn BEINRÁÐ og alþjóðleg próf um áhættu á beinbrotum. Facebooksíða félagsins er einnig mjög virk og hægt er að sækja þar ýmsan fróðleik eða koma með fyrirspurnir.
Fræðslufyrirlestrar á vegum Beinverndar hafa verið margir. Fjölmörg félagasamtök hafa verið heimsótt, vinnustaðir, skólar, félagsstarf aldraðra svo eitthvað sé talið og fólk frætt um beinþynningu og helstu varnir gegn henni og fræðsluefni dreift.
Beinvernd á lítið ómtæki sem mælir beinþéttni í hælbeini og hefur tækið endurtekið verið lánað t.d. heilsugæslunni á landsbyggðinni til notkunar.
Árið 1999, þann 20. október á alþjóðlegum beinverndardegi, var undirritaður samstarfssamningur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Beinverndar. Samningurinn gerði félaginu kleift að ráða starfsmann í 50% starf til að sinna forvarnar- og fræðslustarfi og rekstri félagsins. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur hefur gegnt starfinu frá upphafi. Samstarf samtaka afurðastöðvanna og Beinverndar hefur verið farsælt og samningurinn verðið endurnýjaður mörgum sinnum.
Beinvernd hefur frá upphafi verið aðili að alþjóða beinverndarsamtökunum International Osteopororis Foundation (IOF) og hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu beinverndarstarfi. Þess má geta að tvisvar sinnum hefur félagið fengið viðurkenningu frá IOF fyrir framsækið starf!
Hápunktur starfseminnar á hverju ári er Alþjóðlegi beinverndardagurinn sem haldinn er 20. október. Alþjóða beinverndarsamtökin IOF leggja til ákveðið þema eða yfirskrift hverju sinni sem aðildarfélögin sameinast um að koma á framfæri þennan dag. Það er gert með auglýsingum, viðtölum, greinarskrifum, og viðburðum.
Fyrsta stjórn Beinverndar 1997-1999
Ólafur Ólafsson, formaður
Aðalmenn:
Lisa Thomsen, Kvenfélagasambandi Íslands
Páll Gíslason, Félagi eldri borgara
Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs
Unnur Stefánsdóttir, leikskólakennari
Þórunn Björnsdóttir, sjúkraþjálfari
Anna Björg Aradaóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar
Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, prófessor
Júlíus Valsson, læknir Gigtarfélagi Íslands
1999 – 2002
Ólafur Ólafsson, formaður
Aðalmenn:
Lisa Thomsen, Kvenfélagasambandi Íslands
Ólafur Gunnarsson, næringarfræðingur
Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Þórunn Björnsdóttir, sjúkraþjálfari
Anna Björg Aradaóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar
Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, prófessor
Júlíus Valsson, læknir Gigtarfélagi Íslands
2002-2005
Björn Guðbjörnsson, læknir, formaður
Aðalmenn:
Lisa Thomsen, Kvenfélagasambandi Íslands
Ólafur Gunnarsson, næringarfræðingur
Ella Kolbrún Kristinsdóttir sjúkraþjálfari
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Þórunn Björnsdóttir, sjúkraþjálfari
Anna Björg Aradaóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar
Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, prófessor
Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs
2005-2010
Björn Guðbjörnsson, læknir, formaður
Aðalmenn:
Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir
Anna Pálsdóttir, lífeindafræðingur
Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur
Ella Kolbrún Kristinsdóttir sjúkraþjálfari
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Ólafur G Sæmundsson, næringarfræðingur
Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, prófessor
Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur
2010-2015
Björn Guðbjörnsson, formaður
Aðalmenn:
Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir
Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur
Ella Kolbrún Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Ólafur Gunnarsson, næringarfræðingur
Varamenn:
Gunnar Sigurðsson, prófessor
Hildur Gunnarsdóttir, fulltrúi sjúklinga
2015-2017 núverandi stjórn
Anna Björg Jónsdóttir, rlæknir, formaður
Aðalmenn:
Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir
Björn Guðbjörnsson, prófessor
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðrún Gestsdóttir, sjúkraþjálfari
Inga Jónsdóttir, iðjuþjálfi, fulltrúi sjúklinga
Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Tinna Eysteinsdóttir, næringarfræðingur
Varamenn:
Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Hildur Gunnarsdóttir, fulltrúi sjúklinga
Svæðisdeildir
Í upphafi voru stofnaðar svæðadeildir á Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi. Þær eru ekki starfandi lengur en um tíma var afar öflugt starf hjá Beinvernd á Suðurlandi sem var stofnað 20. nóvember 1997. Stóð félagið fyrir reglulegum fræðslufundum og greinarskrifum í tímarit og dagblöð. Beinvernd á Suðurlandi safnaði fyrir færanlegum beinþéttnimæli, svokölluðum handarmæli, sem notaður var á Suðurlandi um árabil og hafði Heilbrigðisstofnun Suðurlands umsjón með mælinum. Starfsemi Beinverndar á Suðurlandi lagðist niður árið 2005.
Stjórn Beinverndar á Suðurlandi:
Anna Pálsdóttir, formaður
Helga Þorbergsdóttir, gjaldkeri
Sigríður Rósa Björgvinsdóttir, ritari
Meðstjórnendur voru:
Kristjana Ragnarsdóttir
Arndís Finnsdóttir (frá maí 2001)
Sigurbjörn Birgisson (til maí 2001)