Styrkjum úr Pokasjóði var úthlutað fimmtudaginn 10. maí. 122 aðilar fengu styrk að þessu sinni samtals rúmlega 100 milljónir króna og var Beinvernd þar á meðal.
Verkefnið sem Beinvernd fékk styrk til, felst í að útbúa fræðsluefni fyrir almenning með nýjustu upplýsingum um áhættuþætti og úrræði gegn beinþynningu sem gefið verður út og dreift, auk þess sem það verður sett á vef félagsins www.beinvernd.net. Besta forvörnin er að þekkja áhættuþætti vegna beinþynningar og bregðast við þeim til að koma í veg fyrir eða draga úr áhættu á beinbrotum