Félagið Beinvernd er að skoða innra starf sitt með það að markmiði að bæta og efla þá þjónustu sem félagið veitir. Því er kallað eftir fólki til að taka þátt í verkefninu en þátttakan felst í því að vera í rýni- eða samráðshópi þar sem farið er yfir þá þætti sem skiptir fólk mestu máli er varðar það að lifa með sjúkdóminum og með hvaða hætti félagið getur bætt þjónustu sína. Þátttakendur þurfa að hafa greinst með beinþynningu eða vera aðstandandi einstaklings sem er með sjúkdóminn. Þegar næg þátttaka hefur náðst mun hópurinn hittast og fara yfir ákveðnar spurningar og atriði sem fyrr segir. Vonast er til að niðurstöðurnar leiði til þess að félagið veiti betri þjónustu en áður.
Áhugasamir hafi samband við félagið með því að hafa samband í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 8973119.