Þann 11. október sl. undirrituðu Dr. Björn Guðbjörnsson formaður Beinverndar og Guðni Ágústsson formaður Fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning fyrir hönd Beinverndar og Fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins til næstu tveggja ára.
Beinverndarsamtökin voru stofnuð þann 12. mars 1997 og þann 20. október 1999 var undirritaður samstarfssamningur við Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins (áður Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins) að tilstuðlan íslenskara kúabænda. Samstarfið hefur verið afar farsælt og óslitið í tólf ár og gert Beinvernd kleift að sinna öflugu forvarnarstarfi og fræðslu auk þess að gefa út fræðsluefni.