Heilsugæslustöðin á Blönduósi stóð fyrir beinverndarátaki frá 28.febrúar til 13. mars sl. Margir nýttu sér tækifærið og alls létu rúmlega 300 manns mæla í sér beinþéttnina og í leiðinni fékk fólkið góð ráð og fræðslu um mataræði, hreyfingu og mikilvægi lýsis og vítamína.
Þátttakendur voru afskaplega ánægðir með þetta framtak og voru þakklátir fyrir að vera minntir á þennan mikilvæga þátt góðrar heilsu.