Beinverndarátak var á HSA Neskaupsstað dagana 14. til 20. nóvember. Boðið var upp á beinþéttnimælingar og fræðslu um holla lífshætti fyrir beinin og heilsuna almennt.
Veðrið var Austfirðingum ekki hagstætt þessa daga, það var mikil ófærð í bænum, snjór og hríðabilur svo ekki sást á milli húsa. Fyrstu dagana voru það aðallega starfsfólk sem fékk beinþéttni sína mælda. Athyglisvert var að sjá, að sögn Hrannar hjúkrunarfræðings, hvað eldri konur í bænum voru með góða beinþéttni á meðan þær yngri voru rétt um meðaltal miðað við sinn aldur eða töluvert undir. Allir sem fóru í beinþéttnimælingu voru spurðir hvort þeir hefðu tekið lýsi sem ungmenni og hvort þeir væu að taka lýsi enn í dag. Það var sammerkt með öllum þeim sem komu vel út að að þeir höfðu tekið lýsi sem ungt fólk og mjög margir voru að taka lýsi enn í dag. Mældar voru 75 konur og 3 karla. Allir voru ánægðir með þetta framtak og vonandi verður hægt að endurtekið þetta einhverntíma seinna þegar viðrar betur.
Kveðja Hrönn og Hanna Sigga, hjúkrunarfræðingar HSA Neskaupstað