Beinverndarátak nemenda og kennara í Hagaskóla vikuna 27. nóvember til 1. desember 2006.
Starfsmenn skólans fengu fræðslubæklinga frá Beinvernd og upplýsingar um hvernig hægt er að meta áhættu á beinþynningu. Einnig gat starfsfólk fengið mælda beinþéttni og voru um 20 einstaklingar sem létu mæla beinþéttni sína.
Níundi bekkur í Hagaskóla fékk fræðslubæklinginn Fjárfestu í beinum- mataræði, lífsmáti og erfðir hafa áhirf á uppbyggingu beina hjá ungu fólki. Einnig var þeim boðið ókeypis lýsi og mjólkurferna til áminningar um mikilvægi kalkríkrar fæðu og D-vítamíns til uppbyggingu beina. Kokkur skólans lagði áherslu á mikilvægi fiskneyslu og kalkríkra fæðutegunda. Ekki má gleyma að líkamleg hreyfing er beinunum nauðslynleg til að styrkja beinin.
Sjá einnig á vef Hagaskóla http://www.hagaskoli.is