Beinvernd heldur upp á hinn alþjóðlega beinverndardag þann 20. október n.k. ásamt 192 félögum í 94 löndum. Áhersla beinverndardagsins að þessu sinni er að vekja athygli á starfi beinverndarfélaga.
Beinverndardagurinn er góður vettvangur til þess að vekja almenning og stefnumótendur í heilbrigðisþjónustu til vitundar um það með hvaða hætti unnt er að draga úr áhrifum þessa hamlandi sjúkdóms, sem beinþynning er. Því miður eru enn of margir sem vita lítið um sjúkdóminn. Markmið Beinverndar er að ná til allra landsmanna með boðskap sinn á beinverndardaginn.