Dr. Björn Guðbjörnsson dósent og formaður Beinverndar fundaði með félagsmönnum í Lionsklúbbnum á Seltjarnarnesi sl. þriðjudag 13. janúar og fræddi þá um beinþynningu. Í fyrirlestrinum lagði Björn áherslu á beinþynningu hjá körlum, en margir hafa staðið í þeirri trú að beinþynning sé sjúkdómur sem einungis herjar á eldri konur. Auk þess fræddi Björn Lionsfélagana um helstu forvarnir gegn beinþynningu og mikilvægi þeirra. Vel var mætt á fundinn.