Langtíma hreyfingarleysi eins og rúmlega leiðir fljótt til beintaps og aukinnar hættu á brotum.
Rannsóknir þar sem bornr voru saman einstaklingar sem hreyfa sig reglubundið og aðrir sem gera það ekki, hafa sýnt fram á mun hærri beiþéttni hjá hópnum sem æfir reglubundið.
Þjálfun fyrir fertugt er tengt við minni áhættu á byltum hjá eldra fólki.
Sýnt hefur verið fram á að þungaberandi þolæfingar, styrktarþjálfun og þolþjálfun auka beinþéttni um 1 til 4% hjá konum fyrir og eftir tíðahvörf.
Hraðir, stuttir sprettir, þungaberandi þolæfingar s.s. skokk, stökk og að sippaörva fremur beinfrumur en léttari æfingar eins og göngur. Loftháðar æfingar á þunga s.s. sund og hjólreiðar auka ekki beinþéttnina.
EInfaldar æfingar geta aukið beinþéttni og hreyfifærni og fækkað byltum um 25-50% hjá veikburða eldra fólki.
Þjálfun á veikbyggðu eldra fólki ætti að fara fram undir eftirliti fagaðila og með áherslu á styrktar- og jafnvægisþjálfun