Það er alltaf gott að fá ferskan og hollan eftirrétt.
Hráefni:
100 g ab-mjólk
350 g grísk jógúrt
½ sítróna (börkur og safi)
2 msk hunang
10 blöð fersk mynta (10-12 blöð)
600 g ávextir (ananas, melóna, jarðarber, banani, pera, bláber)
Aðferð:
Blandið saman í matvinnsluvél öllu nema ávöxtunum. Maukið vel saman. Skerið ávextina í bita og setjið í falleg glös. Hellið sítrónusósunni yfir og berið fram. Einnig er gott að nota bara jarðarber.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson