Heilsubærinn Bolungarvík stóð fyrir Heilsutorgi á dögunum. Þar var m.a.boðið uppá mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykursmælingu og mælingu á beinþynningu með tæki frá Beinvernd þar sem tugir manna nýttu sér tækni þessa en með hljóðbylgjum er tækinu gert kleift að greina hvort beinþynning hefur átt sér stað ásamt því að greina beinmassa.
Bæklingum var dreift með upplýsingum frá Beinvernd um kalkríkt fæði, mikilvægi hreyfingar og inntöku D-vítamíns svo kalkið nýtist sem best. Eftir mælingu var fólki ýmist beint á að koma aftur eftir um 3-5 ár en öðrum var bent á að fara í nákvæmari mælingu hjá LHS. Þessu mikla forvarnarverkefni var mjög vel tekið og jók mikilvægi fólks á að fylgjast með eigin heilsu. Einnig var kennsla í hlaupatækni, hlaupabúnaður frá Núp kynntur ásamt kynningu á vítamínum frá Lyfju. Sjúkraþjálfun Bolungarvíkur stóð fyrir kennslu í réttri líkamsbeitingu við allar athafnir og störf hvers og eins. Mikil stemmning var á Torginu og vel sótt í blíðskapa veðri og greinilegt að Bolvíkingum er annt um heilsu sína.