Sjúkratryggingar Íslands gera breytingar á þátttöku kostnaðar á lyfjum sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun. Breytingarnar taka gildi 1. nóvember n.k.
Þau lyf sem víkja ekki í verði meira en 20% frá ódýrasta lyfinu (útfrá dagsskammti) verða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga.
Eftirfarandi lyf falla undir þessi mörk og verða með greiðsluþátttöku 1. nóv:
Alendronat Actavis töflur 70 mg 12 stk pkn
Alendronat Ranbaxy töflur 70 mg 12 stk pkn.
Fosamax (D.A.C.) töflur 70 mg 12 stk pkn.
Ef meðferð með ofangreind lyf reynast ófullnægjandi getur læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir öðrum lyfjum.
Til þess að sjúklingar sem nú þegar eru á dýrari lyfjunum fái nægan tíma til að kynna sér breytingarnar og ræða við lækni verða lyfjaávísanir á lyf í ATC flokki M05B gefnar út fyrir 1. nóvember með óbreyttri greiðsluþátttöku til 1. febrúar 2010.
Reglugerð:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=bafb355a-c982-4021-b219-70b6b022cc03
Fréttabréf lyfjadeildar: http://www.tr.is/media/lyfjamal/Frettabref_lyfjadeildar_9.pdf