• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 09/05/2025

Brothættir karlar

by tfadmin / Laugardagur, 22 september 2012 / Published in Aðalsteinn Guðmundsson, Greinar / Pistlar

Það er ekki langt síðan að beinþynning var viðurkennd sem algengur og alvarlegur langvinnur sjúkdómur meðal karla en áður einskorðaðist þekking og umfjöllun um sjúkdóminn við konur. Það er ekki síst hækkandi lífaldur sem hefur leitt til þess að dregið hefur saman með kynjunum hvað varðar brot af völdum beinþynningar. Þetta er umhugsunarefni á Íslandi þar sem lífslíkur karla eru hæstar í heimi eða yfir 78 ár og fjórði hver karlmaður getur búist við beinbroti eftir miðjan aldur ef tekið er mið af Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Áætlað er að allt að þriðjungur brota af völdum beinþynningar verði hjá körlum en því er spáð að á komandi árum verði hlutfallsleg aukning beinbrota af völdum beinþynningar meiri hjá körlum en konum.

Karlar þurfa að gefa gaum að áhættuþáttum beinþynningar. Reykingar, óhófleg áfengisneysla, erfðir, hreyfingarleysi eða lyf eins og barksterar eru dæmi um áhættuþætti beinþynningar hjá körlum. Karlar líkt og konur sem brotna við lítinn áverka eru í sérstakri áhættu. Ein besta leiðin til að staðfesta beinþynningu og fylgja eftir árangri meðferðar er mæling á beinþéttni með svonefndri DEXA-aðferð.

Athyglisvert er að svo virðist sem karlar fari hlutfallslega verr út úr beinbrotum vegna beinþynningar heldur en konur. Það hefur m.a. verið sýnt fram á þetta í kjölfar mjaðmarbrota þar sem afturför á líkamlegri færni og dauðsföll eru algengari hjá körlum en konum. Það er því fyllsta ástæða til að vekja karla til umhugsunar um þessi mál og hvetja þá til beinverndar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn beinþynningu eru ekki síður árangursríkar fyrir karla en konur. Að lifa lífinu á hreyfingu styrkir vöðva og bein og dregur úr hættu á byltum og beinbrotum. Mikilvægi D vítamíns og neysla á kalki til uppbyggingar og viðhalds beinmassa er einnig vel staðfest hjá karlmönnum. Karlar hafa verið í skugga kvenna varðandi lyfjarannsóknir á beinþynningu en á seinustu árum hafa nokkur áður gagnreynd lyf í meðferð beinþynningar hjá konum verið rannsökuð hjá körlum með sambærilegum árangri varðandi fækkun brota.

Með góðum lífsháttum, forvörnum og meðferð má bæta lífsgæði bæði karla og kvenna og spara samfélaginu kostnað samfara beinbrotum af völdum beinþynningar.

Höfundur: Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir og stjórnarmaður í Beinvernd.

 

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur